19.7.06

Einar Már og Eiríkur á G!-festival

Um næstu helgi verður eins og öllum ætti að vera fullkunnugt um tónlistarhátíðin G!-festival haldin í Götu í Færeyjum, hvaðan hinn illviðráðanlegi Þrándur er upprunninn. Ekki verður þó einungis tónlistargyðjan mærð á G! heldur stendur líka til að halda bókmenntadagskrá, þar sem mikið fer fyrir ljóðlistinni. Fulltrúar Íslands í ljóðabransanum verða þeir Einar Már Guðmundsson og Eiríkur Örn Norðdahl. Frá Noregi kemur Johan Harstad og frá Danmörku Thomas Boberg. Fulltrúar Færeyinga sjálfra á svæðinu verða Vónbjört V. Linjónsdóttir, Jóanes Nielsen, Kim Simonsen og Carl Jóhan Jensen, og munu þau öll lesa ljóð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page