20.7.06

Úlfhildur um Höfðaborg Garðars Baldvinssonar

Úlfhildur Dagsdóttir skrifar áhugaverðan pistil á Bókmenntavefinn þar sem hún fjallar um ljóðabókina Höfðaborg eftir Garðar Baldvinsson. Þar segir meðal annars: „Dæmi um ljóðabók sem ekki er þverskurður er Höfðaborg Garðars Baldvinssonar. Vissulega má sjá í ljóðmáli Garðars tungutak sem minnir á verk Sigfúsar Bjartmarssonar, Geirlaugs Magnússonar og jafnvel Baldurs Óskarssonar, en þó væri ekki endilega hægt að staðsetja hann þar á skáldskaparkortinu - enda þá þrjá ekki að finna á sama rauða punktinum þar. Það er tvennt í ljóðum Garðars sem minnir mig á þessi ágætu skáld, annarsvegar er það tungutakið sem einkennist af orðgnótt og mjög hlöðnum myndum, og hinsvegar er það karlmennskustefið sem er sterkur þráður í bókinni. Helsta vandamálið er hinsvegar þetta sama tungutak, en það hverfist of oft yfir í hreina skrúðmælgi og kaffærir textana. Á stundum fannst mér eins og falin inni í bók Garðars væri önnur, mun einfaldari og tálgaðri ljóðabók, sem berðist við að komast út.“ Þá skrifaði Úlfhildur einnig pistil um nýjar bækur Braga Ólafssonar og Óskars Árna, Fjórar línur og titill og Ráð við hversdagslegum uppákomum. Báða dómana má lesa á vefnum bokmenntir.is.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page