Þorsteinn Guðmundsson í ljóðabransann
Grínistinn og rithöfundurinn Þorsteinn Guðmundsson er að leggja lokahönd á ljóðabók þessa dagana, að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Þar segir einnig: „Bókina vinnur Þorsteinn með Eiríki Erni Norðdahl sem skrifar einnig formála að bókinni. Titillinn er nokkuð sérstakur, Barkakýli úr tré.“ Þá segir Þorsteinn m.a. við blaðamann: „Það væri fínt að koma bókinni út fyrir verslunarmannahelgina því þá getur maður reynt að pranga henni inn á drukkin börn. Það væri ekki ónýtt að labba um með bókina í hjólbörum til að selja hana.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Tregawattana mun bókin koma út undir merkjum Nýhils.
Refresh Page
1 Comments:
Gaman að þessu orði: Ljóðabransi.
Skrifa ummæli
<< Home