23.8.06

Barkakýli úr tré

Út er komin ljóðabókin Barkakýli úr tré eftir Þorstein Guðmundsson grínista og rithöfund. Í henni er að finna yfir 100 einföld og stutt ljóð í anda þess fáránleika og þeirrar undirfurðulegu sýnar á hversdaginn sem hann er þekktur fyrir. Viðfangsefni Þorsteins eru margvísleg, allt frá Napóleon til Vinstri-grænna, frá bensínafgreiðslumönnum til gamla mannsins sem stofnaði Garðabæ. Bókin er kilja í vasabókarbroti og fæst í nokkrum vel völdum verslunum á stór-Reykjavíkursvæðinu og á þeim dreifbýlisstöðum sem teljast þess virði að bjóða upp á ljóð en hana má einnig nálgast með því að senda skáldinu sjálfu vinsamlegt sendibréf. Verð bókarinnar er 1.890 kr. Útgefandi er Nýhil og Eiríkur Örn Norðdahl ljóðskáld ritar formála.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page