15.8.06

Besti dagur lífs míns eftir Björnstjerne Björnsson e. Ingólf Gíslason

Hér verða ekki rifjaðar upp magnaðar hrakspár...

ALLUR heimurinn fylgdist með því í beinni útsendingu
á hnattrænu sjónvarpsstöðvunum
þegar Írakar klifruðu upp á Saddam-styttuna í Bagdad
síðdegis á miðvikudag.

Æstur mannfjöldinn stappaði
sigri hrósandi á brotunum
og hausinn var dreginn um borgarstrætin
til að staðfesta fall Saddams
og fólkið fékk útrás fyrir áralangt innibyrgt
hatur og gremju.

Fréttamaður BBC-heimssjónvarpsins sagði þetta minna sig á
fall Berlínarmúrsins
uppreisnina í Prag
og atburðina fyrir framan þinghúsið í Moskvu.

Táknrænir atburðir
heimssöguleg þáttaskil.

Í tómarúminu hófust gripdeildir
samhliða fögnuði fólksins
yfir frelsun sinni.

Bæði hér og erlendis verður hlustandinn
að vera vel á varðbergi
svo að hann blekkist ekki af villuljósi.

Átökin við Saddam Hussein hafa náð tilgangi sínum
á mun skemmri tíma en flestir ætluðu.

Engin þjóð kemst í hálfkvisti við Bandaríkjamenn.


Ingólfur Gíslason

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page