13.8.06

Húsráð við bættum draumförum

Í Lesbók gærdagsins má á næstöftustu síðu lesa prýðilegan ritdóm Ástráðs Eysteinssonar um ljóðabækur Óskars Árna Óskarssonar (Ráð við hversdagslegum uppákomum) og Braga Ólafssonar (Fjórar línur og titill). Sérstaklega er forvitnilegt að Ástráður hefur prófað sum ráðin sem Óskar gefur og staðfestir að „Gamalt húsráð við svefnleysi“ þrælvirki ekki bara við svefnleysi heldur geri draumana magnaðri í kaupbæti. Enn ein staðfesting þess aðljóðabækur séu praktískar. Einnig verður forvitnilegt að vita hvort ekki sé kominn tími á að sjálfshjálparbækur verði dæmdar af reynslu gagnrýnenda í framtíðinni og feiti gagnrýnandinn verði mjór, sá fátæki ríkur og sá önugi hamingjusamur. Nema náttúrulega bækurnar séu vondar.

Nánar má fræðast um ljóðabækurnar tvær hérna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page