19.8.06

Ljóðadagur, ljóðakvöld


Auk upplesturs Nykursfélaga (sem má lesa allt um með því að smella á myndina hér til hliðar) þá má nefna eftirfarandi ljóðræna viðburði á menningarnótt:

Reykjavíkurljóð: Í Hinu húsinu hefst dagskrá klukkan fjögur og meðal annars munu nemendur úr LHÍ og HÍ færa ljóð Tómasar Guðmundssonar uppá vegg.

Skáldavaka verður á Laugavegi 82. Guðbergur Bergsson, Jóhann Hjálmarsson og Vala Þórsdóttir lesa úr verkum sínum og Harpa Arnardóttir leikkona les úr verkum Þorsteins frá Hamri. Upplesturinn hefst klukkan þrjú en verður endurtekinn klukkan fimm, átta og níu.

Þekktir höfundar lesa upp í Iðu frá klukkan tvö til klukkan tíu, meira vitum við ekki um það mál ennþá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page