15.9.06

Fyrir lesanda sem stefnir að stúdentsprófi eftir Hans Magnus Enzensberger

Ekki lesa hetjuljóð, drengur, lestu stundatöflur:
þær eru nákvæmari. Sléttu úr sjókortunum
áður en það er um seinan. Vertu á verði, ekki syngja.
Sá dagur kemur að þeir hamra yfirlýsingar sínar
aftur á dyrnar og auðkenna þá með sérstökum táknum
sem segja nei. Lærðu þá list að þekkjast ekki,
lærðu meira en ég nokkru sinni gerði: að breyta
lögheimili, vegabréfi, andliti. Vertu
lunkinn við smásvik og hversdagsins
skítugu frávísanir. Dreifibréf
duga vel til að kynda eldinn,
manifestó: til að búa um smjörið og salt
fyrir þá sem geta ekki varið sig. Bræði
og þolinmæði eru nauðsynleg
til að blása innum lungu valdsins
banvænu rykinu
hárfínt möluðu af þeim sem hafa lært býsn
og nákvæmni, eins og þú.

Hans Magnus Enzensberger

Þýtt úr enskri þýðingu David Constantine af Eiríki Erni Norðdahl.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page