8.9.06

Ljóðapartí Nýhils: „Ég varð alltof fullur“

Í gærkvöldi var haldið fyrsta ljóðapartí Nýhils í nokkuð langan tíma, í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar var fagnað útgáfu sumarsins, en sjö bækur hafa komið út hjá Nýhil á síðustu vikum og mánuðum. Þar er um að ræða seinni 5 bækurnar í seríu Nýhils, Norrænarbókmenntir, auk Barkakýlis úr tré eftir Þorstein Guðmundsson og Vera & Linus eftir Þórdísi Björnsdóttur og Jesse Ball. Tregawöttin náðu í viðar Þorsteinsson nú í morgunsárið og sagði hann kvöldið hafa gengið rosalega vel. „Ég varð alltof fullur“, segir Viðar, en eins og kunnugt er hefur hann haft sig hægan í drykkju síðan hann kynntist hinni indælu Hilmu Gunnarsdóttur, og væntanlega farið minna fyrir drykkjuþrekinu hjá honum en oft áður. Setið var á öllum borðum, og mikil stemning. „Lay Low setti blúsaðan fíling á þetta, og skáldin áttu þrusu góða lestra“, segir Viðar. „Ég held ég hafi aldrei heyrt Steinar Braga í jafn góðu formi, sem dæmi. Þá var Valur Brynjar mjög góður, og Þorsteinn Guðmundsson gríðarlega hress og kom fólki í góða stemningu, en hann var einmitt fyrstur á svið.“


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page