27.9.06

Tunglsjúkar nætur e. Einar Má Guðmundsson

Af því að klukkan var þetta ...
Af því að veðrið var svona ...

Aðeins þannig passa ég í heiminn
einsog föt af manni
sem ég þekki ekki neitt.

Ég veit ekki hvernig þau fara mér,
hvort þau eru of lítil
eða of stór

en séu þau af manninum þínum
þá ert þú konan mín
og segir honum það ef hann hringir

á meðan klukkan er þetta
og veðrið er svona.
...

Sjálfur ligg ég hér
einsog skip á botni hafsins.
Ég man ekki hvenær ég sökk
en þú getur eflaust
slegið því upp í bókum.

Ég mæli með Háskólabókasafninu
löngu fyrir daga þessara orða
þegar vörðurinn þekkti allar bækurnar
og ekki þurfti neina spjaldskrá
og því var trúað að skáldið
í afgreiðslunni
gengi á vatni.

Já einhvers staðar þar,
á einhverri blaðsíðu, í einhverri bók
finnurðu örlög mín,
þú getur jafnvel valið þér bók
og kosið mér örlög,
en ef þú hífir mig upp
sérðu drauma mína,
fulla af dýrgripum
sem alla tíð hafa tilheyrt þér
í öðrum draumi
öðru lífi.

Einar Már Guðmundsson

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page