24.10.06

Christian Bök les Höpöhöpö Böks eftir Eirík Örn Norðdahl


Kanadíska ljóðskáldið Christian Bök var staddur í Finnlandi í sumar þar sem hann las upp og tók þátt í almennri ljóðadagskrá. Þar las hann meðal annars upp ljóðið Höpöhöpö Böks eftir Eirík Örn Norðdahl, á íslensku. Höpöhöpö Böks er svokallað einhljóða lípógram, og sem slíkt inniheldur það eingöngu sérhljóðann 'ö'. Það er ort til og um Christian Bök sem skrifaði bókina
Eunoia, sem er kaflaskipt einhljóða lípógram allra sérhljóðanna nema 'y' og 'ö'. Orðið 'höpöhöpö' er líklega fæstum Íslendingum kunnugt, en þetta er að sögn heimildarmanna eitt fárra orða í heiminum til að innihalda fjögur 'ö'. Orðið er úr finnskri tungu og þýðir „vitleysa“. Ljóðið hefur verið prentað í bækling og gefið út í takmörkuðu upplagi í Kanada. Myndbandið birtist upphaflega á finnsku ljóðasíðunni Nokturno, og er aðstandendum þess kærlega þakkað fyrir leyfi til endurbirtingar á Tregawöttunum.

Texta ljóðsins má lesa með því að smella hér.

Rétt er að geta þess að Christian Bök mun lesa upp á ljóðahátíð Nýhils í nóvember, sem og reyndar Eiríkur Örn Norðdahl.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page