3.10.06

Harðsoðið egg e. Bjarna Bernharð Bjarnason

Á borði mínu
stendur harðsoðið egg.

Hugur minn harðsoðinn.
Hjarta mitt harðsoðið.

Dauðinn birtist
lætur greipar sópa
um hug og hjarta.

Á borði mínu stendur eftir
harðsoðið egg.


Bjarni Bernharður Bjarnason



Ljóðið er úr nýrri bók Bjarna, Vélgölturinn, sem kom út hjá Deus á dögunum.
Í tilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „Í þessari bók gerir skáldið upp við örlagaríka atburði fortíðarinnar. Bókin skiptist í stutta og ljóðræna texta og lengri prósa. Ljóðlist Bjarna Bernharðs hefur seinni árin einkennst af meiri ljóðrænni kyrrð og myndrænni fegurð en æskuverk hans báru með sér og er anægjulegt að fylgjast með þessum þroska á höfundarferli Bjarna. [...] Vélgölturinn er tólfta ljóðabók Bjarna Bernharðs. Hann hefur fengist við skáldskap og málaralist í þrjá áratugi.“

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page