10.10.06

Ljóðahátíð Nýhils: Kenneth Goldsmith syngur Wittgenstein

Ljóðskáldið og myndlistarmaðurinn Kenneth Goldsmith fæst að stærstum hluta við það sem hann kallar "óskapandi skrif", og má lýsa sem gegndarlausum uppsöfnuði tungumáls. Meðal verka hans má nefna Soliloquy, þar sem hann skrifar upp allt sem hann segir í eina viku, og Weather, sem er ársskammtur af uppskrifuðum veðurspám. Mörg verka Kenneths má nálgast með því að smella hér.

Verkið sem Tregawöttin vilja kynna í dag nefnist hins vegar "Kenneth Goldsmith sings Ludwig Wittgenstein (for M.A. Numminen)". Verkið er í tveimur hlutum og það má nálgast með því að smella á viðeigandi hlekki hér að neðan (hægrismellið og veljið 'save target as' til að vista).

Kenneth Goldsmith sings Ludwig Wittgenstein (for M.A. Numminen) - 1. hluti
Kenneth Goldsmith sings Ludwig Wittgenstein (for M.A. Numminen) - 2. hluti

1 Comments:

Blogger Örn Úlfar said...

Þetta minnir mig á hina mögnuðu menningarupplifun þegar M.A. Numminen og Petro Hietanen fluttu Tractatus í Norræna húsinu með banjó og harmónikku að vopni. Nú man ég ekki hvaða ár þetta gerðist, reyndar vissi Petro ekki hvaða ár var - þegar þetta gerðist.

11:51 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page