20.11.06

Bölvað Haustið

Eftir að María fór frá mér til annarrar stjörnu - Óríon eða Altaris eða til þín græni Venus eða hvert? - elska ég að vera einn. Hvað er ég búinn að vera einn með kisu lengi? Með einn meina ég utan efnisheimsins. Kötturinn minn er andi, dulrænn ferðafélagi. Það er alveg rétt að segja að ég hafi lifað langa daga með kettinum og verið hér aleinn með einum síðasta höfundi Rómversku hnignunarinnar. Af því að síðan hvíta manneskjan varð að engu elska ég einstaklega og furðulega allt sem kemur fram í orðinu: fall. Þannig að uppáhalds tími ársins eru síðustu silalegu sumardagarnir fyrir haustið og tími dagsins klukkutíma gangan þegar sólin hinkrar við að setjast á bakvið gráa veggi og geislarnir hennar eru gulbronsaðir og koparrauðir geislar á þökunum. Andi minn fer líka frammá að bókmenntir veiti unað og að hann birtist í örvæntingarfullum ljóðum síðustu andartaka Rómar: bara eins lengi og ljóðin andi ekki frá sér nýjabrumi Barbaranna og barnalegu latínutauti í stíl kristinna manna. Ég var semsagt að lesa eitt þeirra ljóða sem mér er hugleikið (duft kinnalitar þess er mér miklu meira heillandi en ungt hold) og ég er að strjúka lófanum í gegnum loðið dýrsskinn þegar heyrist í dapurlegu mátleysislega hljóðandi götuorgeli fyrir neðan gluggann hjá mér. Hljóðið berst úr húsasundinu sem er frægt fyrir Aspir og laufblöðin á þeim sem meira að segja á vorin sýnast mér frekar hnuggin síðan María leið hjá þeim á sinni hinstu ferð, liggjandi í kertum. Sannarlega er þetta verkfæri sorgarinnar. Það glampar á píanóið, fiðlan sendir ljós frá trostnuðum innviðum, en götuorgel í lítilli birtu minnisins fær mig til að dreyma voðalega drauma. En nú muldraði það glaðlegt dægurlag sem fyllti fáborgina af gleði með gömlum frasa. Hvers vegna létu orðin í laginu ekki sál mína vera í friði svo ég grét eins og þetta væri einhver draumfleyg ballaða? Ég teygaði hægt á laginu eins og til að treina mér það. Og passaði mig á að fleygja ekki einni einustu krónu út um gluggann af ótta við að styggja ekki andartakið og uppgötva fleiri að spila þarna en hljóðfærið.

Stéphane Mallermé

Þýðing: Jóhamar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page