17.11.06

Keppni í stafsetningar- og málvillum!

Tíu þúsund tregawött efna til samkeppni í mál- og stafsetningarvillum, í tilefni af Degi íslenskrar tungu sem var fagnað í gær. Eins og kunnugt er vann Njörður P. Njarðvík til verðlauna Jónasar Hallgrímssonar á þessum degi, og eiga keppendur að stafsetja upphafsmálsgrein og titil fréttar þeirrar er birtist um málið á mbl.is.

Upprunalegi textinn er svo:

Njörður P. Njarðvík fær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitti í dag Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2006. Verðlaunin eru 1 milljón króna og ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi.

Hér eru svo tvö dæmi um vitlaust stafsetta texta:

Njöðrur P. Njaðrvík fær veðrlaun Jósanar Haglgrímsonar

Þogreðrur Kartín Gunnrasdóttri metnamáláraðherra veitti í dag Niðri P. Njaðrvík veðrlaun Jósanar Haglgrímsonar 2006. Veðrlaunin eru 1 mijllón kórna og ristafn Jósanar Haglgrímssonar í skibnandi.

Njörður P. Njarðvík sigrar verlaun Jónas Hallgrímson

Þorgerður Katrýn Gunnrassdóttir mentamáláraðherra gaf í dag Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónas Hallgrímson 2006. Verðlaunin eru 1 miljón krónur og ritsafn Jónas Hallgrímson í skynnbandi.

Keppnistextum skal skila á netfangið tiuthusundtregawott@gmail.com fyrir næstkomandi fimmtudag 23. nóvember. Í verðlaun er ljóðabókin Barkakýli úr tré e. Þorstein Guðmundsson.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page