24.11.06

Álitleg handrit en engin verðlaun

Verðlaun í samkeppni Tíu þúsund tregawatta um stafsetningar- og málfræðivillur verða ekki veitt í ár. Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert þeirra handrita er send voru til keppni verðskuldaði að hljóta verðlaunin. Efnt var til samkeppni um verst stafsetta handritið að frétt á mbl.is um afhendingu Jónasarverðlauna og rann skilafrestur út í dag. Alls bárust um tveir tugir handrita í keppnina. Formaður dómnefndar var Ingólfur Gíslason stærðfræðingur og ljóðskáld, en með honum í nefndinni voru Haukur Magnússon, tónlistarmaður, og Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur.

Samkvæmt upplýsingum frá dómnefnd voru nokkur handritanna mjög álitleg en herslumuninn vantaði til að þau gætu hlotið verðlaunin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page