Nykur gefur út Endurómun upphafsins eftir Arngrím Vídalín

Þetta er önnur bók Arngríms, en fyrstu bókina, Suttungamiði skilað, prentaði hann sjálfur og seldi fyrir efniskostnaði í um hundrað eintökum. Endurómun upphafsins er óvenju þroskuð ljóðabók ungs höfundar og í henni fara fram átök á milli gamalla og nýrra tíma – þess hversu fallega megi berja heiminn augum og hversu einlæglega megi tjá sig um hann án þess að vera grýttur fyrir rómantískar tilhneigingar:
Rigningin gerir
værð að svefni rósemdar
huggar smátt hjarta
Bókin er 72 bls. og viðmiðunarverð er 1.990 kr.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home