18.5.06

Tvö ljóð úr Ráð við hversdagslegum uppákomum e. Óskar Árna Óskarsson

Hollráð í tengslum við inniveru

Innivera hefur á síðustu árum verið stórlega vanmetin. Gott ráð til að venja sig á inniveru er að semja við kaupmanninn um heimsendingarþjónustu. Þá er maður fullkomlega frjáls og áhyggjulaus að reika milli herbergja, njóta bóklesturs, teygjuæfinga og alls þess sem maður hefur yndi af. Veðrið fyrir utan gluggann er síbreytilegt og fátt veitir meiri innri ró en að fylgjast með skýjafarinu frá degi til dags. Bjóðist ykkur heimilishjálp er engin sérstök þörf á henni.


Meira hér...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page