23.10.06

Útgáfufréttir úr jólabókaflóðinu

Líður að jólum og fara brátt að æsast leikar í bókaútgáfu. Þó útgáfa nýrra ljóðabóka sé almennt stöðugri allan ársins hring en útgáfa nýrra skáldsagna kemur engu að síður augljós kippur í útgáfuna þegar fer að nálgast jólin. Meðal þess sem þegar er komið út eru bækurnar Loftskip eftir Óskar Árna Óskarsson og bókin Sumir láta eins og holdið eigi sér takmörk eftir Véstein Lúðvíksson, en að báðum ólesnum sýnist Tregawöttunum sem sú síðarnefnda gæti verið einhver best titlaðasta ljóðabók síðustu ára. Þessar tvær gefur Bjartur út. Þá mun von á nýrri ljóðabók frá jöfrinum Hannesi Péturssyni, útgefinni af Máli og menningu, ef eitthvað er að marka orðróm sem tíundaður er á Vísi.is. Og heyrst hefur að Óttar Martin Norðfjörð verði með allsérstæða bók á næstunni, sem gefin verður út hjá Nýhil.

Meira um þetta allt saman hér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page