15.5.06

Paul Muldoon – The More a Man Has the More a Man Wants

Paul Muldoon er skáld og fræðimaður, fæddur árið 1951 í Armagh-sýslu, Norður-Írlandi og menntaður í Queen’s University of Belfast. Hann hefur gefið út margar ljóðabækur, fengið fjölda verðlauna fyrir skáldskap sinn, þar á meðal, Pulitzer-verðlaunin árið 2003, T.S. Eliot-verðlaunin, Griffin Poetry-verðlaunin, og The Irish Times Poetry-verðlaunin. Hann gegndi stöðu prófessors í ljóðlist við Oxford-háskóla frá árunum 1999 til 2004, og er nú prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er almennt viðurkenndur sem fremsta núlifandi ljóðskáld Íra ásamt kunningja sínum, nóbelsverðlaunahafanum Seamus Heaney. Sé leitað að honum í Gegni, þá kemur í ljós að til er ein bók honum tengd á Íslandi. Það er safnbók frá 1986 sem heitir The Faber Book of Contemporary Irish Poetry, ritstýrt af Paul Muldoon. Það er allt og sumt.

Kári Páll Óskarsson skrifar um írska ljóðskáldið Paul Muldoon. Meira hér...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page