Um Teardrops of Wisdom e. Silvia Night
Teardrops of Wisdom eftir Silvia Night er ekki ljóðabók sem kemur á óvart. Hún er að öllu leyti eins og við mátti búast af Silvíu Nótt – ljóðin eru stutt, þau hverfast í kringum ljóðmælanda og þann gríðarlega dýrðarljóma sem stúlkan hefur búið til í kringum sig. Ljóðin eru reyndar svo stutt að íslensk þýðing hundrað blaðsíðna bókar er birt á einni einustu opnu aftast í bókinni. Það er eitt ljóð á hverri opnu, og ljóðin eru skreytt með myndum af súperstjörnunni í erli dagsins, sem í tilfelli Silvíu á sér stað í ljósmyndastúdíóum í stílíseriðum stellingum. Framsetning ljóðanna er í konkret-stíl, pældum uppsetningum – stórum stöfum, lituðum, mismunandi leturgerðum og leturlitum – sem væntanlega eru hugarfóstur auglýsingastofunnar Vatíkanið, sem er skrifuð fyrir „listrænni stjórnun og hönnun“. Meira hér...
Refresh Page
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home