7.6.06

Reykjavík Central. This is Reykjavík Central (sounds not heard in Iceland) e. Rod Summers

Hljóðljóðið "Reykjavík Central. This is Reykjavík Central (sounds not heard in Iceland)" er eftir breska hljóðljóðskáldið Rod Summers, sem var gestur á fjölljóðahátíðinni Orðið tónlist fyrir skemmstu, þar sem hann flutti þetta verk. Lítillega var spilað úr verkinu í Víðsjá undir lok síðasta mánaðar, og birta Tregawöttin nú alla þrjá kafla þess. Kortið hér að ofan er hluti af verkinu, en það má skoða nánar með því að smella á myndina. Ákveðinn hluti verksins er einungis lesinn upp 'live', og er ekki hluti af upptökunni. Áður hefur verk Rods, For Tom, verið birt á TíuÞ.tw, en umræddur Tom sem verkið er tileinkað ku vera Tom Winter, sá er fylgdi Rod hingað til lands og las meðal annars upp með honum. Þá ber að geta þess að á disk sem var gefinn út í tengslum við hátíðina Orðið tónlist má meðal annars finna frægasta verk Rods, Sad News, en diskurinn fæst í Smekkleysubúðinni, sem er utan um Nýhilbúðina.

1. hluti
2. hluti
3. hluti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page