Sigurbjörg á Poetry International

Sigurbjörg les úr verkum sínum, flytur fyrirlestur um munnlega ljóðahefð á Íslandi og ásamt Seamus Heaney, Tomas Venclova, Jelenu Schwarz og tveimur hollenskum höfundum tekur hún þátt í sérstakri dagskrá um rússneska Nóbelsskáldið Jósef Brodsky, en hann var sérstakur hollvinur ljóðahátíðarinnar í Rotterdam og kom þar fram í þrígang meðan hann lifði. Hann heimsótti einnig Ísland, eins og fram mun koma á framangreindu kvöldi. Í ár eru tíu ár frá andláti Brodskys.
Seamus Heaney mun á lokakvöldi hátíðarinnar meðal annars flytja ljóðið Höfn, sem ort var eftir heimsókn hans til Hafnar í Hornafirði í hitteðfyrra, en líkt og margir muna kom hann þar fram ásamt sekkjapípuleikaranum Liam O’Flynn á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Ljóðið Höfn er að finna í nýjustu ljóðabók Heaneys, District & Circle. Þetta kemur fram á www.jpv.is. Höfn má lesa hér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home