12.6.06

Vessapóesía

Um og eftir 1970, eða einhvern tímann, segi ég enda enginn sagnfræðingur og alls ekki viss, reis það sem síðar var skilgreint sem þriðja bylgja femínismans. Eins og aðrar menningarbylgjur skall þessi ekki á Ísland fyrr en 10 árum eftir að hennar varð vart annars staðar og splundraði þá Rauðsokkuhreyfingunni og upp úr brakinu reis Kvennalistinn. Rauðsokkurnar höfðu margar hverjar verið félagar í Alþýðubandalaginu eða ungliðahreyfingunni Fylkingunni og höfðu verið framarlega í baráttunni gegn heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og hernámsliðinu á Miðnesheiði. Konurnar sem stofnuðu Kvennalistann vildu stefnubreytingu kvenréttindabaráttunnar frá alþjóðapólitík að praktískari málum og kusu að einbeita sér í byrjun að bæjarstjórn og buðu fram lista bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á stormasömum stofnfundum Kvennalistans var tekist á um þessi mál og þegar stefnan var loks tekinn gekk Helga Kress út og hefur ekki sést síðan.

Meira hér...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page