6.9.06

Viðurkenning fyrir ágæti og yfirburði í beitingu hinnar íslensku tungu

List- og ljóðahópurinn Nýhil og ljóðavefritið 10.000 tregawött hafa ákveðið að veita, í fyrsta sinni, hina eftirsóttu Viðurkenningu fyrir ágæti og yfirburði í beitingu hinnar íslensku tungu. Til að öðlast viðurkenninguna þarf að hafa sýnt fram á orðkynngi slíka er áður á tímum var kraftaskáldum töm; viðurkenningarhafi þarf sýnilega að hafa haft áhrif á veröldina með orðum sínum og sýnt þar með fram á gífurkraft þeirra. Líkt og þegar Kolbeinn jöklaskáld kvaðst forðum á við kölska og sendi hann aftur til helvítis, eða þegar Sæmundur orti konu sinni bana á sjöunda barni. Verðlaunin eru veitt í anda lokaorða Steins Steinarr, í lokaljóði Ferðar án fyrirheits, þar sem segir: „Mitt nafn er Steinn Steinarr, skáld. Ég kveðst á við fjandann.“

Meira hér...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page