4.10.06

Tómasarverðlaunin


Ingunn Snædal hlaut í dag bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Guðlausir menn - Hugleiðingar um jökulvatn og ást. Áður hefur Ingunn sent frá sér ljóðabókina Á heitu malbiki árið 1995. Þá má til gamans geta að í sumar mæltu Tregawöttin sérstaklega með Morgunblaðsgrein hennar um ljóðaþátt samræmdu prófanna eins og rifja má upp hér. Tregawöttin óska Ingunni að sjálfsögðu innilega til hamingju með verðlaunin með von um að aldrei verði þessi ljóð vondum samræmdum prófum að bráð.

Nánar má lesa um afhendinguna í þessari frétt hér á vef Morgunblaðsins.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page