21.11.06

Hermann Stefánsson á skáldaspírukvöldi

Ljóðskáldið Hermann Stefánsson mun kynna nýja bók sína, Borg í þoku, á skáldaspírukvöldi í Iðu í kvöld, kl. 20. Í tilkynningu segir m.a. "Með þessari bók kveður Hermann sér hljóðs með gjörólíkum hætti, baksvið ljóðanna er borgin Santiago de Compostela á Spáni og er bókin prýdd fjölda ljósmynda." Þá mun Hermann ásamt bróður sínum, Jóni Halli, rithöfundi, einnig kynna jóladisk sem von er á bráðum, en hann heitir: Ofankoma af fjöllunum. Munu þeir bræður leika nokkur lög af diskinum. Á diskinum er að finna tregablandin jólalög eftir Jón Hall Stefánsson, en í sveitinni sem stendur að diskinum leika þeir Þórarinn Kristjánsson, trommur, Árni Kristjánsson, rafgítar, Hermann Stefánsson, bassi, banjó o.fl. og Jón Hallur sjálfur, kassagítar, söng o.fl. Þá mun Hermann leika og syngja nokkur létt lög um heimsendi.

Ljóðið Ölvaða borg úr bók Hermanns birtist á Tregawöttunum fyrir skemmstu. Það má lesa með því að smella hér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page