17.5.06

Hjárænulegt kvein

„Allt kveinið um að það vanti „vettvang fyrir ljóðið“ hljómar hjárænulega á gullöld bloggsins. Það er ekkert mál að opna netsíður með ljóðum og ljóðaumræðu.“

Ég hnaut um þessa klausu í annars ágætri Fréttablaðsgrein Kristjáns Bjarka Jónassonar um stöðu ljóðsins, „Skáldin berja frá sér“ (Um hana má lesa nánar
hér). Auðvitað er þetta ekkert mál, blogger og fleiri síður eru nær aulaheldar og kosta ekki neitt. En þarna kemur fram sú oftrú á tækninni sem algeng er þegar netið ber á góma. En fæstir eru enn búnir að átta sig almennilega á hvernig á að nota netið, netráp margra er enn sem komið er dálítið fast í gamla línulega hugsunarhættinum sem við ólumst upp við í gegnum dagblöð og tímarit, líklega tekur að minnsta kosti kynslóð í viðbót til þess að netið geti farið að verða sá magnaði fjölmiðill sem það hefur vissulega burði til að verða. Þannig eru langflestar bloggsíður aðeins lesnar af fámennri kreðsu, oft fólk nátengt höfundi. Vefrit eru flest rekin af vanefnum og borgun fyrir skrif þar er fáheyrt fyrirbæri.

Lesa meira ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page