30.8.06
25.8.06
24.8.06
Gullöldin er aldrei núna
Í Morgunblaðinu er reynt að finna uppáhaldsljóðskáld Íslendinga á tuttugustu öld. Eitt tregawattið bregst við og lýsir eftir brúm, bætri ljóðakennslu og útskýringum á því hvers vegna Hannes sé skáldlegasta nafn þjóðarinnar. Smellið hér til að lesa.
23.8.06
Barkakýli úr tré

19.8.06
Ljóðadagur, ljóðakvöld

Auk upplesturs Nykursfélaga (sem má lesa allt um með því að smella á myndina hér til hliðar) þá má nefna eftirfarandi ljóðræna viðburði á menningarnótt:
Reykjavíkurljóð: Í Hinu húsinu hefst dagskrá klukkan fjögur og meðal annars munu nemendur úr LHÍ og HÍ færa ljóð Tómasar Guðmundssonar uppá vegg.
Skáldavaka verður á Laugavegi 82. Guðbergur Bergsson, Jóhann Hjálmarsson og Vala Þórsdóttir lesa úr verkum sínum og Harpa Arnardóttir leikkona les úr verkum Þorsteins frá Hamri. Upplesturinn hefst klukkan þrjú en verður endurtekinn klukkan fimm, átta og níu.
Þekktir höfundar lesa upp í Iðu frá klukkan tvö til klukkan tíu, meira vitum við ekki um það mál ennþá.
18.8.06
Aubade e. Philip Larkin
Hér hyllum við Youtube vefinn, gjöf stafrænnar tækni til ljóðlistar. Við sjáum myndband við ljóðið Aubade eftir enska skáldið Philip Larkin. Það hefst á orðunum
I work all day, and get half-drunk at night.
Waking at four to soundless dark, I stare.
In time the curtain-edges will grow light.
Allt ljóðið má auðveldlega finna með google-undratækinu.
17.8.06
16.8.06
15.8.06
Besti dagur lífs míns eftir Björnstjerne Björnsson e. Ingólf Gíslason
Hér verða ekki rifjaðar upp magnaðar hrakspár...
ALLUR heimurinn fylgdist með því í beinni útsendingu
á hnattrænu sjónvarpsstöðvunum
þegar Írakar klifruðu upp á Saddam-styttuna í Bagdad
síðdegis á miðvikudag.
Æstur mannfjöldinn stappaði
sigri hrósandi á brotunum
og hausinn var dreginn um borgarstrætin
til að staðfesta fall Saddams
og fólkið fékk útrás fyrir áralangt innibyrgt
hatur og gremju.
Fréttamaður BBC-heimssjónvarpsins sagði þetta minna sig á
fall Berlínarmúrsins
uppreisnina í Prag
og atburðina fyrir framan þinghúsið í Moskvu.
Táknrænir atburðir
heimssöguleg þáttaskil.
Í tómarúminu hófust gripdeildir
samhliða fögnuði fólksins
yfir frelsun sinni.
Bæði hér og erlendis verður hlustandinn
að vera vel á varðbergi
svo að hann blekkist ekki af villuljósi.
Átökin við Saddam Hussein hafa náð tilgangi sínum
á mun skemmri tíma en flestir ætluðu.
Engin þjóð kemst í hálfkvisti við Bandaríkjamenn.
Ingólfur Gíslason
ALLUR heimurinn fylgdist með því í beinni útsendingu
á hnattrænu sjónvarpsstöðvunum
þegar Írakar klifruðu upp á Saddam-styttuna í Bagdad
síðdegis á miðvikudag.
Æstur mannfjöldinn stappaði
sigri hrósandi á brotunum
og hausinn var dreginn um borgarstrætin
til að staðfesta fall Saddams
og fólkið fékk útrás fyrir áralangt innibyrgt
hatur og gremju.
Fréttamaður BBC-heimssjónvarpsins sagði þetta minna sig á
fall Berlínarmúrsins
uppreisnina í Prag
og atburðina fyrir framan þinghúsið í Moskvu.
Táknrænir atburðir
heimssöguleg þáttaskil.
Í tómarúminu hófust gripdeildir
samhliða fögnuði fólksins
yfir frelsun sinni.
Bæði hér og erlendis verður hlustandinn
að vera vel á varðbergi
svo að hann blekkist ekki af villuljósi.
Átökin við Saddam Hussein hafa náð tilgangi sínum
á mun skemmri tíma en flestir ætluðu.
Engin þjóð kemst í hálfkvisti við Bandaríkjamenn.
Ingólfur Gíslason
14.8.06
13.8.06
Húsráð við bættum draumförum
Í Lesbók gærdagsins má á næstöftustu síðu lesa prýðilegan ritdóm Ástráðs Eysteinssonar um ljóðabækur Óskars Árna Óskarssonar (Ráð við hversdagslegum uppákomum) og Braga Ólafssonar (Fjórar línur og titill). Sérstaklega er forvitnilegt að Ástráður hefur prófað sum ráðin sem Óskar gefur og staðfestir að „Gamalt húsráð við svefnleysi“ þrælvirki ekki bara við svefnleysi heldur geri draumana magnaðri í kaupbæti. Enn ein staðfesting þess aðljóðabækur séu praktískar. Einnig verður forvitnilegt að vita hvort ekki sé kominn tími á að sjálfshjálparbækur verði dæmdar af reynslu gagnrýnenda í framtíðinni og feiti gagnrýnandinn verði mjór, sá fátæki ríkur og sá önugi hamingjusamur. Nema náttúrulega bækurnar séu vondar.
Nánar má fræðast um ljóðabækurnar tvær hérna.
Nánar má fræðast um ljóðabækurnar tvær hérna.
11.8.06
exquisite collage or andre going solo e. Marko Niemi
Tregawöttin tíu þúsund liggja í bloggunum þessa dagana og hafa á ráfi sínu m.a. fundið stórfenglegt ljóðablogg finnska ljóðskáldsins Marko Niemi, sem á ljóðið hér að ofan, sem heitir exquisite collage or andre going solo. Rennið músarbendlinum yfir ljóðið. Marko Niemi bloggar öðrum eins meistaraverkum á http://nurotus.blogspot.com.
Viðbót: Ljóðið virðist virka illa hér hjá öðrum en notendum Internet Explorer. Öðrum er bent á að smella hér til að sjá ljóðið í réttri mynd sinni.
9.8.06
Úlfhildur um Norrænar bókmenntir

Umfjöllun Úlfhildar má lesa í heild sinni á bókmenntavefnum. Eins og áður segir má einnig finna þar umfjöllun Inga Björns Guðnasonar um fyrra holl Norrænna bókmennta.
8.8.06
4.8.06
Ortu reiður um öxl

Tíu þúsund tregawött mæla í dag alveg sérstaklega með blogginu hans Jim Behrle. Hann nefnir það eina ljóðabloggið sem skiptir máli. Þar leikur hann sér með myndasögur og glansmerki, tengir á video-ljóð og er almennt grimmur við aðra bloggara og ljóðskáld. Hann er reyndar þekktur fyrir að skipta um vefslóð um leið og einhver tengir á hann - svo þið skulið drífa ykkur.
3.8.06
Tími til að myrða og skapa - aftur e. Eirík Örn Norðdahl

Meira hér...
2.8.06
Hinn ógnvekjandi sannleikur um girnd e. D Gottlieb

kveikt en
veit ekki
hvort ég vil
vera
hún, ríða henni
eða fá lánuð
fötin hennar.
Daphne Gottlieb
Daphne er bandarískt skáld og hefur heimasíðuna http://www.daphnegottlieb.com/
Ingólfur Gíslason þýddi.