30.6.06

... Endurbyggjum Tvíburaturnana í New York ... á pizzunni þinni e. Katie Degentesh

Ég er reiðari en þjónn yfir tíu senta þjórfé vegna þess sem gerðist þegar ég sagði elsku hjartans múffunni minni að Tvíburaturnarnir – stóðu hlið við hlið, á meðan starfsliðið og ég fylgdumst með tvíburaturnunum í World ... ég nefni þetta verkefni „Að leita að böku en finna bara múffu“. Hvað ... Hvað gæti verið betra en heimatilbúin múffa eða smákaka? Tvíburaturnarnir ...

Meira hér...

Hin asíska gredda – um Sumir láta eins og holdið eigi sér takmörk

Í vikunni bárust mér tvö póstkort. Þau bárust sama daginn. Annað þeirra var ekki undirritað, en á hinu stóð „kveðja, Steinn Steinarr“. Bréfritarar hafa ekki heldur haft fyrir því að finna heimilisfang mitt, því á öðru stóð einfaldlega „Eiríkur Norðdahl/ Ísafirði“ en á hinu „Eiríkur Örn N. / Ísafjörður / Vesturland [sic]“. Á framhliðum þeirra voru bókakápur á tveimur Bjartsbókum. Steinn Steinarr valdi kápukort af bókinni Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins eftir Steinar Braga, en Anonymous valdi Guðlausa menn Ingunnar Snædal.

Sagan sem ég hef heyrt er þessi. Á miðvikudagskvöld í síðustu viku hélt Bjartur ljóðakvöld á Næsta bar í Reykjavík, þar sem dreift var kortum með kápumyndum Bjartsbóka og áheyrendum boðið að senda vinum sínum og kunningjum póstkort/auglýsingu í boði Bjarts. Þetta er auðvitað sætt, þó þetta sé í aðra röndina krípi auglýsingamennska. Í öllu falli fannst mér fjarska gaman að fá mín tvö kort, og var ánægður að kort Anonymousar hafi ekki endað vestur á landi, heldur hér hjá mér, vestur á fjörðum.

En þetta er auðvitað allt saman útúrdúr. Ein þeirra bóka sem verið var að kynna á áðurnefndu ljóðakvöldi var Sumir láta eins og holdið eigi sér takmörk eftir Véstein Lúðvíksson. Í fréttatilkynningu frá útgefanda kemur meðal annars fram að höfundur sé „búsettur í Asíu“, og var „sérlegur fulltrúi Bjarts“ því fenginn til að lesa úr bókinni. Ekki hef ég nokkra hugmynd um hver það var, enda var ég ekki á staðnum, og í bréfum Steins og Anonymousar er ekkert sagt um þetta. Komi í ljós að enginn gesta Næsta bars hafi skrifað kort og merkt það Vésteinn Lúðvíksson – Asíu, þá lýsi ég yfir alvarlegum skorti á sniðugheitum í íslenskum intellektúölum (en mér skilst barinn hafi verið fullur af slíkum). Asía er mjög gott heimilisfang.

Bókina hef ég lesið, mér til mikillar ánægju. Ég hef lítið lesið Véstein hingað til, gluggað í bækur hans í bókabúðum og fundið bragð en ekki svo ég hafi fengið þess almennilega notið. Í menntaskóla var mér gert að lesa Stalín er ekki hér, leikrit Vésteins – ég man ekki hvort ég las það í raun (ég las mjög lítið af því sem sett var fyrir í menntaskóla) en ég hef alla tíð haft illan bifur á því verki. Einhvern veginn hef ég alltaf haft það á tilfinningunni, hvort sem það er satt eður ei, að þetta sé eitthvað uppgjör við kommúnismann, og slíkt finnst mér álíka gaman og að lesa ritgerðir Enver Hoxha um smáborgaralegan marxisma Maó. Sumsé ekkert voðalega gaman.

Það fer vel á því að Vésteinn skuli búsettur í Asíu, enda bókin skrifuð undir „asískum áhrifum“ – það er í henni að finna gríðarfallegt Zen (hugtök úr asískum trúarheimi/spíritisma eru hér notuð algerlega án ábyrgðar – ég hef ekki vit á slíku fyrr en ég er orðinn mjög drukkinn), margt minnir á Matsuo Basho, eða Ryokan. Á köflum minnir kveðskapurinn líka á hófstilltari Mike Topp, já eða Þorstein Guðmundsson. Ég leyfi mér jafnvel að láta mig dreyma um að Vésteinn yrki undir áhrifum frá Po Chü-I, hvers bók, Brjálsemiskækir á fjöllum, Vésteinn þýddi fyrir skemmstu og kom út hjá Uppheimum, því úrvalsþýðinga forlagi - en eigandi eftir að lesa hana get ég minna fullyrt um það.

Nú iðrast ég þess eins
að hafa ekki lært sundtökin
af krókódílnum
og sýnt listir mínar í laugunum

Það úir og grúir af ljóðabókum í heiminum, og jafnvel á Íslandi, sem innihalda einhvers konar „asíska visku“ – litlar viskuperlur og náttúrumyndir í hækuformi sem eru jafnan algerlega ómerkilegar, jafn vitrar og djúpar og hvaða sjálfshjálparbókar-nonsense sem er. Við lestur Sumir láta eins og holdið eigi sér takmörk fær maður það á tilfinninguna að Vésteinn sé „alvöru“, þetta séu ekki látalæti og hann sé ekki að nota spekina til að hreykja sjálfum sér með henni, heldur til þess að skoða heiminn.

Verið hef ég matgæðingur
og fundist stórvægilegur galli
á dýraríkinu
að þurfa að stanga það úr tönnunum

Í ofanálag er bókin húmorísk, ekki þannig að maður skelli oft upp úr (þó það hafi reyndar gerst 2-3 sinnum) heldur þannig að kurrar í manni alla bókina. Þessi kímni er svolítið furðuleg, og er reyndar sömuleiðis þráður sem tengir Véstein við Basho fyrir mér, það er að húmorinn er einhvern veginn samtímis gríðarlega kurrandi og deprímerandi. Það er eitthvað undarlega kátinu- og harmþrungið við línur á borð við:

Alltaf að deyja
Það líður varla svo dagur
ég spyrji mig ekki
hvað hafi orðið af storminum

Og það er eitthvað kæruleysislegt við þetta líka, þetta færir manni heim sanninn um að hin raunverulega eilífð er fólgin í augnablikinu en ekki útblásnu tímaumfangi. Og ekki yfirborðslegri fágun heldur raunverulegum þokka, ekki handbragði heldur fimi.

Þetta er ekki ljóð
Þetta er ekki-ljóð
Þetta er ekki ekki-ljóð
um ljós

Veistu nú hvort það lýsir
affryst
fyrst þú ferð létt með að frysta það

Þetta er nefnilega ekki ljós
Þetta er ekki-ljós
Þetta er ekki ekki-ljós
sem lýsir upp ljóð

Veistu nú hvort það segir eitthvað
óort
ef þú telur þig vita að það sé ort?

Þá er ótalin undirliggjandi greddan í bókinni, sem kemur jafnvel einna best í ljós í þessum stórkostlega titli: Sumir láta eins og holdið eigi sér takmörk, sem sameinar einhvernveginn þessa asísku tilvistarspeki/trúarspeki/spíritisma um hluta mannsins í brahma (alls sem er, verður og hefur verið) og einstaklega fallega, heiðarlega og ákafa greddu. Og ást.

Kona sem setti metnað sinn
í skírlífi
á von á samvöxnum þríburum

Asísminn í þessari bók á meira skylt með list kóansins, en list hækunnar. Það er erfitt að ætla að dæma um hversu íslensk þessi bók er, og líklega gagnslaust. En hún er ekki al-asísk, þetta eru ekki beinlínis kóön eða hækur, og Zenið er ekki nákvæmlega það Zen sem við þekkjum frá Ryokan eða Basho. Enda kannski ekkert skrítið, kristileg ljóð Íslands samtímans eru ekki neinir passíusálmar.

Samantekt og niðurlag: Helvíti fín bók, og svo kostar hún víst ekki nema 1.680 krónur, og 1.512 krónur ef hún er keypt í netverslun Eymundsson eða í netverslun Bóksölu stúdenta.
Eiríkur Örn Norðdahl

29.6.06

Harold Pinter og (hed) p.e. – ólíkir boðberar jingóisma e. Kára Pál Óskarsson

Um þessar mundir standa yfir sýningar á leikritinu Fagnaði eftir Harold Pinter. Eins og öllum er kunnugt vann hann nóbelsverðlaunin í fyrra og flutti af því tilefni magnað ávarp þar sem hann úthúðaði leiðtogum Bandaríkjanna og Bretlands fyrir hernaðarbrölt þeirra. Það er á almanna vitorði að Pinter er vinstrisinnaður aðgerðasinni sem hefur í marga áratugi beitt sér í þágu friðar og mannréttinda um heim allan. Það sem ekki öllum er kunnugt um, er þetta litla ljóð sem hann orti skömmu eftir lok fyrri flóabardagans árið 1991:

Meira hér...

28.6.06

Dádýrslundur e. Wang Wei

Tregawöttin tíu þúsund vilja vekja athygli á þýðingu Baldurs Kristinssonar á ljóðinu Dádýrslundur eftir kínverska ljóðskáldið Wang Wei, auk firna áhugaverðs pistils sem Baldur ritar um þýðinguna. Þýðinguna og pistilinn má lesa á bloggi Baldurs, baldur.blog.is, og beinn hlekkur á færsluna er hér.

Sigurvegari skiltagerðarkeppninnar

Sigurvegarinn í skiltagerðarkeppni Tíu þúsund tregawatta er Haukur Ingvarsson.

27.6.06

Um Endurómun upphafsins

Það eru ó! í þessari bók. Og þau eru ekki sett fram í hæðni hrútspungsins eða annarra súrsaðra kynfæra heldur í fúlustu alvöru; þau eru mælt fram vegna þess að ó! er vel fram mælanlegt og gjaldgengt til tjáningar. Þarna eru líka blóm og hrafnar, og stjörnubjartur himinn, og sólstafir, og röðulgeislar – hellings aragrúi af fallegum fyrirbærum sem fáir skilja lengur, í raun og veru.

Samt er Endurómun upphafsins ekki rómantísk bók, ekki í þeim skilningi að allt skuli dýrkað sem fagurt er, bara vegna þess og þess vegna. Hún er hálf-rómantísk, þannig, að í stað þess að sneiða framhjá því sem kalla mætti eðlislæga þörf manneskjunnar fyrir rómantík og fagurfræði tekur hún á þessum fyrirbærum og kljáist við rómantískar tilhneigingar sem eru illa gjaldgengar í „tough-love-bling-bling-pow-wow“ heimi. Hér fer fram tveimur lýsisglímum samtímis – í annarri slæst Arngrímur við hefðina með samtímann að vopni og í hinni berst Vídalín við samtímann með rómantískan kuta. Enn hefur enginn farið með sigur af hólmi, þótt á halli.

Við höfum stigið langt inn í heim sýndarveruleikans, og þá gildir einu hvort við blekkjum okkur til að halda að heiminn sé að finna í raunveruleikasjónvarpi eða í ljóði -allir staðgenglar rjúfa tengslin við hinn raunverulega heim, eða, öllu heldur, afmá skilin á milli raunveruleika og skáldskapar.
Hvar erum við? Hver erum við? Hvert förum við?

Ljóð eru ekki frumheimild um heiminn. En ljóðabókin sem hvílir á fingrum mér er ári góð – vel ígrunduð og falleg átakabók, ekki hispurslaus (enda eiga ljóð ekki að vera hispurslaus) heldur lúmsk og undirförul, í jákvæðasta mögulega skilningi þeirra orða.

Davíð A. Stefánsson

Nykur rís upp

Ljóðabókaforlagið Nykur blæs nú til leiks á ný, en lítið hefur heyrst til útgáfunnar frá árinu 2003, en þá höfðu komið út einar 13 bækur frá árinu 1995. Í tilkynningu frá Nykri segir m.a.: „Nú, þremur árum síðar, hefur stokkast upp og fjölgað í mannafla Nykurs. Yngri skáld hafa bæst í hópinn og flóran orðin meiri. Í kvöld mun Nykurinn koma aftur upp á yfirborðið, tvíefldur og með ferskan blæ. Frá og með þessum tímapunkti mun Nykur verða nýtt skálda- og bókmenntaafl á Íslandi.“ Þá kemur fram að von sé á bókum frá útgáfunni nú í haust.

Á svonefndu upprisukvöldi Nykurs, sem fer fram annað kvöld á Café Rosenberg, munu Nykurskáld lesa upp úr bókum sínum auk þess sem farið verður yfir sögu Nykurs og framtíð hans rædd.

Smellið á auglýsinguna til að sjá betur hvað verður í boði á glæsilegu upprisukvöldi Nykurs.

Útflutnings- og nýsköpunarverðlaun hinna íslensku tregawatta

Útflutnings- og nýsköpunarverðlaun hinna íslensku tregawatta hlýtur Ingólfur Gíslason. Athygli skal vakin á því að þetta eru sjöttu skiltaverðlaunin sem veitt hafa verið, og tilkynnt verður um sigurvegara keppninnar á morgun.

26.6.06

Fálkaorðan

Fálkaorðu LÝÐVELDISINStw fær Sindri Freyr Steinsson.

24.6.06

Höpöhöpö Böks eftir Eirík Örn Norðdahl

Köld öld Böks mjög örg.
Ölböl örlög Böks!
Sök Böks kvöl öll kvöld.
Öll göt Gvöðs köld.

Ör hönd Böks sökk,
gjör mörg lönd rök
hönd Böks sökk gröð,
Örg: "Ööööh... Bök!"

Frönsk mön öll hözl Böks.
Rök mök gjör Bök börn.
Börn Böks ör, frökk:
Örn, Ösp, Björn, Björg.

Fökk Bök! Böks sök!
Sölt höf Böks röff
Brött fjöll kjörlönd Böks
Kjörfög Böks frökk stönt.

Mörbörn fjörstöð Böks:
Ösp gjör fönn; Björg gjör stönt;
Sönglög Björns öll böst;
Örn gjör öll lök rök.

För Böks sönn, löng.
Böks höfn löt vör.
Þökk, Gvöð! Römm gjöf:
Gjör Böks tölt ört.

Tölt Bök, tölt, för hröð.
Stökk Bök, stökk, gjör för
Böks fjörför, gjör tök Böks hörð;
flöt Böks jörð gjör stökkför töff.

Böks stöff: Rör, hörslör, gjörð;
Böks rör mjög, mjög löng;
Hörslör Böks gjör hörför;
Gjörð Böks, örlög Böks.

Stök mjöðm Böks hölt,
öxl Böks hörð, tönn Böks skökk,
Böks sköp rök, gröð mök Böks
gjör Bök röff örlög; fökk röff örlög!

Kjöt Böks stökk!; löng stökk kjöts!,
Böks kjöt gjör Böks tögg mjög töff,
öl Böks gjör mön ör, stöff Böks gjör fjör.
Töff, töff, töff! Töff, töff, töff!


Eiríkur Örn Norðdahl

23.6.06

Hve gamall varð hann Adam? (aldrei hugsa, aldrei)

Furðu sætir hve lífsseigir sumir af frumfeðrum mannkyns urðu. Metúsalem varð til að mynda nærri 1000 ára eða nánar tiltekið 969 ára, Adam 930, Set 912, Enos 905 o.s.frv. Þetta olli vísum mönnum hugarangri alveg þangað til þeir urðu enn vísari og uppgötvuðu að á elstu tímum gamlatestamentisins voru ár ekki 365 dagar eins og nú. Nei á dögum þessara merku manna var tíminn talin í tunglmánuðum og var þá hver tunglmánuður 30 dagar og talinn sem eitt ár og viti menn, Metúsalem varð ekki nema 78 ára og 9 mánaða. Áhugasamir geta svo dundað sér við að reikna aldur þeirra Adams, Sets, Enosar o.s.frv., hafi þeir nennu til.

Meira hér...

Útgáfufréttir

Sumir láta eins og holdið eigi sér takmörk

Fyrir fáeinum dögum komu út tvær nýjar ljóðabækur frá Bjarti eftir ljóðskáld sem hafa bæði látið verulega að sér kveða í íslenskri ljóðlist um dágott skeið. Annars vegar er hér um að ræða bókina Sumir láta einsog holdið eigi sér takmörk eftir Véstein Lúðvíksson, en í tilkynningu frá útgefanda segir meðal annars: „Vésteinn Lúðvíksson olli vissum vatnaskilum í íslenskum bókmenntum með skáldsögum sínum og smásögum á áttunda áratugnum. Hann kvaddi sér síðan hljóðs að nýju eftir langt hlé með ljóðabókinni Úr hljóðveri augans sem Bjartur gaf út árið 2003. Árið eftir fylgdi bókin Svona er að eiga fjall að vini (2004). Nú hefur Vésteinn sent frá sér nýja ljóðbók: Sumir láta einsog holdið eigi sér takmörk. Vésteinn er búsettur í Asíu, á heimaslóðum búddismans.“

Loftskip Óskars Árna

Hin bókin er eftir Óskar Árna Óskarsson og nefnist Loftskip. „Loftskip er níunda ljóðabók Óskars Árna en hann er einnig að góðu kunnur fyrir smáprósa sína og þýðingar. Lesandanum er boðið í ferð með strætisvagni sem enga endastöð virðist hafa þar sem farþegarnir rýna í leiðarkortin og úti sér ekki í nóttina fyrir myrkri. Skáldið fer með lesandann í ferðalag jafnt um kunnuglegar sem fáfarnari slóðir og reynist þar margt annað en sýnist. Sjaldan hefur höfundur stýrt ljóðafleyi sínu af meira öryggi en í þessari bók. Óskar Árni hlaut fyrr á þessu ári Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Í bláu myrkri.“

Ný bók frá Hannesi Péturssyni?

Þá er slúðrað um það á Vísi.is að orðrómur sé í gangi um að nýrrar ljóðabókar sé að vænta frá Hannesi Péturssyni. Það er Mál og menning sem á að gefa út bókina og mun hún hafa verið forskráð hjá Þjóðarbókhlöðu undir heitinu Fyrir kvölddyrum. Þá segir: „Síðasta ljóðabók Hannesar, Eldhylur, kom út 1993 og eru því fjölmargir aðdáendur skáldsins orðnir langeygir eftir nýju ljóðasafni hans en greinasafn hans, Birtubrigði daganna, kom út 2002. Hann sendi frá sér safn þýðinga eftir þýska skáldið Hölderlin 1997, Lauf súlnanna. Hannes hefur löngum verið talinn eitt höfuðskáld þjóðarinnar á síðari helmingi tuttugustu aldar. Hann kom fram við mikil fagnaðarlæti en hefur reynst þolgóður og skáldskapur hans hefur jafnan sætt tíðindum meðal ljóðaunnenda þá ný ljóð hans birtast.“

Óttar Martin í stafrófsröð!

Von mun á allsérstæðri ljóðabók úr ranni Óttars Martins Norðfjörð, sem áður hefur gefið út ljóðabækurnar Sirkus, Grillveður í Október, og Gleði og glötun. Það sem gerir bókina sérstaka mun ekki síst það að orðin í henni eru öll í stafrófsröð, frá fyrsta orði á fyrstu síðu til síðasta orðs á þeirri síðustu. Kallast þetta á við aðferðir Oulipo-hreyfingarinnar frönsku og margt það sem hefur þótt hressast í post-avant hreyfingunni vestanhafs. Sem fyrr er það Nýhil sem gefur út ljóðabækur Óttars.

Farandbikar Félags Frönskukennara

Farandbikar Félags Frönskukennara hlýtur Eiríkur Örn Norðdahl.

22.6.06

Um AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPQRST- UÚVWXYÝZÞÆÖ e. Óttar Martin Norðfjörð

AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPQRST- UÚVWXYÝZÞÆÖ er tímamótabók frá einu helsta ljóðskáldi þjóðarinnar, Óttari M. Norðfjörð, bók sem kallast á við fyrstu ljóðabækur hans í dirfsku og róttækni – og húmor. Ný ljóðabók frá hans hendi er bókmenntaviðburður. Með þessari bók kveður Óttar sér hljóðs með gjörólíkum hætti. Góðar viðtökur við fyrri bókum hljóta að hafa verið höfundi mikil hvatning og því lítur AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMN- OÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ nú dagsins ljós. Hér er á ferð óvenjuleg ljóðabók sem slær nýjan og framandlegan tón í íslenskri ljóðlist. Skyldueign ljóðaunnandans. Ljóðin í bókinni eru í anda þess fáránleika og þeirrar undarlegu sýnar á hversdaginn sem Óttar er þekktur fyrir. Með þessum ljóðum bætir Óttar perlum við áralangt ljóðaband sitt, tímalausum ljóðum sem tímabundnum, fullum af hlýlegum gáska. Þessa bók er best að lesa mörgum sinnum, stundum frá upphafi til enda, stundum bara eitt og eitt ljóð, og óvæntar myndir kvikna í huga lesandans. Þetta er bráðskemmtilegur kveðskapur sem svo sannarlega kitlar hláturtaugarnar og vel það.

Á sama hátt og efni fyrri ljóðabóka Óttars Martins, er efni ljóða AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMN- OÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ fjölbreytt. Ljóðin fjalla meðal annars um tímann, mannsævina frá æsku til elli, hverfulleikann, samtímann, ástina og margt fleira. Sjónarhornin eru margbreytileg og tónninn í AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMN- OÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ er næmur eins og í fyrri bókum höfundar.
AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ er án efa góð viðbót í bókasafn unnenda fallegra ljóða.

Þetta eru hæversk og hlédræg ljóð sem skyggnast inn í smáatriði og töfra aðventu, hátíða og vetrar. Bók fyrir alla sem unna fögrum skáldskap. Óttar hefur víða farið og yrkir um það sem fyrir augu ber í tilgerðarlausum og beinskeyttum stíl. Hann tengir saman lýrískt raunsæi og ádeilu og bregður upp svipmyndum úr amstri dagsins þar sem skynjun manneskjunnar á brothættri tilveru er í forgrunni. Yrkisefnin eru af margvíslegum toga, óbyggðir og byggð ból, heima og erlendis, íslensk náttúra og myndlist.

Ljóðin eru fjölbreytt að efni og braglistin bregst höfundi ekki. Óttar yrkir um töfra náttúrunnar, um heimahagana og leyndardóma lífsgátunnar. Lífsfögnuður og tregi yfir því horfna takast á í huga skáldsins og samspil glettni og alvöru gefur mörgum ljóðanna heillandi blæ. Það er lífsgleði, lífskraftur í þessari bók sem minnir á flugtak, nýtt upphaf. Þetta eru knöpp og myndskörp ljóð, nánast höggvin í stein.


Í bókinni eru ljóð um börn, ástina, listina og lífið. Listilegt vald höfundar á tungumálinu nýtur sín í einföldum og margslungnum myndum. Frumleg og fyndin ljóð þar sem kallast á bernskuminningar, föðurleg heilræði og kaldhæðnislegar hugleiðingar um lífið og tilveruna. Heilræði mömmu í nýju ljósi. Sýn skáldsins á áhugavert fólk er afar frumleg og hlýleg í senn. Svipmyndir úr kímilegri fortíð og ljúfsárri nútíð.

Óttar bregður á leik með nokkrar af ótal birtingarmyndum dauðans, afhelgar hann og kannar þessa botnlausu uppsprettu ráðgátna með flugbeitta kímnigáfu að vopni. Frumleg og skörp sýn gera AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ að ógleymanlegri hraðferð sköpunarkraftsins um ríki dauðans. Dauðinn hefur aldrei verið jafn skemmtilegur! Bók fyrir alla þá sem lifa. Bók fyrir alla þá sem deyja. Eða hafa dáið...

Eiríkur Örn Norðdahl

Lata stelpan skrifar um Ljóðabókaverzlun Nýhils

Tíu þúsund tregawött vilja benda á grein feminíska vefritsins Lata stelpan um eftirlætis verzlun Tregawattanna, Ljóðabókaverzlun Nýhils í Kjörgarði við Laugaveg. Greinina má lesa með því að smella hér. Í greininni segja þeir Þór Steinarsson og Örvar Þóreyjarson Smárason meðal annars frá tilurð Nýhils, frá rekstri listabatterís í verðbólgu og góðæri, og ræða um konur í ljóðlist. Meðfylgjandi mynd er fengin að láni hjá Lötu stelpunni.

Viðurkenning alþýðu sólarinnar fyrir viðleitni, rétt innræti og miklar framfarir á árinu

Viðurkenningu alþýðu sólarinnar fyrir viðleitni, rétt innræti og miklar framfarir á árinu hlýtur Maó heitinn Zedong.

21.6.06

Sigurbjörg á Poetry International

Sigurbjörg Þrastardóttir er fulltrúi íslenskra bókmennta á Poetry International-hátíðinni í Rotterdam, sem hófst 17. júní og stendur til laugardags. Hátíðin er nú haldin í 37. sinn og samanstendur af upplestrum, tónlist, bókamarkaði, þýðingasmiðjum, leiklestri, ljóðaslammi og margs konar fyrirlestrum þar sem þátt taka skáld frá öllum heimsálfum. Auk þess fer opinbert heimsmeistaramót í ljóðaslammi fram samhliða hátíðinni.

Sigurbjörg les úr verkum sínum, flytur fyrirlestur um munnlega ljóðahefð á Íslandi og ásamt Seamus Heaney, Tomas Venclova, Jelenu Schwarz og tveimur hollenskum höfundum tekur hún þátt í sérstakri dagskrá um rússneska Nóbelsskáldið Jósef Brodsky, en hann var sérstakur hollvinur ljóðahátíðarinnar í Rotterdam og kom þar fram í þrígang meðan hann lifði. Hann heimsótti einnig Ísland, eins og fram mun koma á framangreindu kvöldi. Í ár eru tíu ár frá andláti Brodskys.

Seamus Heaney mun á lokakvöldi hátíðarinnar meðal annars flytja ljóðið Höfn, sem ort var eftir heimsókn hans til Hafnar í Hornafirði í hitteðfyrra, en líkt og margir muna kom hann þar fram ásamt sekkjapípuleikaranum Liam O’Flynn á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Ljóðið Höfn er að finna í nýjustu ljóðabók Heaneys, District & Circle. Þetta kemur fram á www.jpv.is. Höfn má lesa hér.

Aparass (aldrei segja afsakið)


Homo Sapiens hefur verið til í sirka 200.000 ár (slíkt er þó enn ómögulegt að fullyrða nokkuð um), Back gammon var fundið upp fyrir kannski 6000 árum, Jésú fæddist að öllum líkindum í Betlehem fyrir 2006 árum, Norðmenn fluttu svo sennilega til íslands fyrir 1100 árum. Hellingur af árum, tölum sem engum segja neitt nema kannski stjarn-, fornleifa- og sagnfræðingum, fólki sem hefur óendanlegar stærðir og stjarnfræðilegan tíma á skrifborði sínu dag hvern. Breytingar í náttúrunni gerast ofur hægt, oftast svo hægt að á meðan líða margar kynslóðir manna undir lok sín og því enginn sem getur sagt; Hey! Þessi burkni er kominn með munn!

Meira hér...

Bjartsýnisverðlaun Bröste

Í ár (2006) veita hin Tíu þúsund tregawött Hauki Ingvarssyni Bjartsýnisverðlaun Bröstes fyrir ofanbirt framlag.

20.6.06

Til ungdómsins e. Músífölsk

Árið 2005 ákváðu þeir Jón Örn Loðmfjörð og Sölvi Úlfsson að láta ekki vankunnáttu stöðva sig í tónlistarsköpun. Þeir stofnuðu hljómsveit sem hlaut nafnið Músífölsk. Slagorð sveitarinnar varð „Tónlist, afsakið orðbragðið!". Stuttu seinna gekk raftónlistarmaðurinn Lime, öðru nafni Emil Hjörvar Petersen, í hljómsveitina. Hófu þremenningarnir að skapa tón- og hljóðverk úr öllum þeim fyrirbærum sem hendi voru næst; allt frá dagblöðum, glerflöskum, didgeridoo, klarinetti, kínverskri fiðlu upp í hljóðgervla og tölvur.

Meira hér...

Orublu-drengur Tíu þúsund tregawatta 2006

Í dag og næstu daga verða veitt verðlaun í skiltagerðarkeppni Hinna tíu þúsund tregawatta. Verðlaunin eru öll í formi titla - ljóðið hér að ofan ávann skáldinu Rafni Ben titilinn Orublu drengur Tíu þúsund tregawatta 2006. Alls verða veittir 7 titlar, þ.m.t. sigurvegara titill.

19.6.06

Bleikur 19. júní

Ljóðið fann Eiríkur Örn Norðdahl.

Ljósmynd og skuggamynd e. Hauk Ingvarsson

Þau koma úr sjónum og taka sér stöðu á gulhvítri klöpp. Hún hristir höfuðið og dropar slettast á hlæjandi andlit hans. Hann sleikir úr munnvikinu og segir að droparnir séu saltir eins og tár.

Meira hér...

17.6.06

Lofsöngur e. Magnús Þór Snæbjörnsson

16.6.06

Staðan í deildinni

Spennan eykst í keppninni þótt leikmenn kvarti gjarnan yfir rigningu eða of miklum hita. Enn er tími til að vinna, einfaldlega yrkið frábært ljóð sem passar fullkomlega á skiltið og sigrið, finnið hið óviðjafnanlega sigurbragð á tungunni. Með því að beita tungunni, hinni heimsþekktu íslensku tungu.

Hér til hliðar sjáið þið eitt athyglisvert innlegg í keppnina. Textinn vísar beint í aðstæður og auk þess í gamalkunnugt orðfæri, óvænt og skemmtilegt. En hver skyldi meistarinn vera? Sá sami og talað er um sem höfund regnbogans?

Tekið er á móti frekari snilld í pósthólfinu tiuthusundtregawott@gmail.com
en hafið hraðann á, við bíðum svo spennt eftir 17. júní.

15.6.06

Words mean things (Blee bloo blar blog) e. K. Silem Mohammad

Tíu þúsund tregawött mæla öllum sínum harmi með ljóðinu Words mean things (Blee bloo blar blog) eftir bandaríska ljóðskáldið K. Silem Mohammad. Texta ljóðsins má lesa í vefritinu Kultureflash með því að smella hér, og stórkostlegan upplestur skáldsins á Pennsound má heyra með því að smella hér (hægrismellið og veljið 'save target as' til að vista). Ljóðið er úr bókinni Deer head nation, og Mohammad er eitt hinna svonefndu Flarf-skálda.

14.6.06

Ljóð úr Roða e. Ófeig Sigurðsson

II

Enn erum við daufir
nemar upplýstrar villu
troðandi marvaða
innan hunsaðra marka
dýpkandi spor í eðjuna
í þróun & gáttin
út í heiminn
auga líkamans
meðan allt annað sefur
& bíður.


Meira hér...

13.6.06

Nýhil og Einar Már í Outsider

Út er komið færeyska bókmennta- og menningartímaritið OUTSIDERmagazin. Í blaðinu kennir margra íslenskra grasa og er meðal annars að finna ljóð eftir Eirík Örn Norðdahl, Kristínu Eiríksdóttur, Val Brynjar Antonsson, Örvar Þóreyjarson Smárason, Ófeig Sigurðsson, Óttar Martin Norðfjörð og Hauk Má Helgason. Þá eru skrif eftir Einar Má Guðmundsson í ritinu, en ekki hefur fengist staðfest hvers eðlis þau eru. Tímaritið er að þessu sinni 294 síður, og ritstjórar eru Bergur Rønne Moberg og Kim Simonsen.

Aðrir höfundar efnis eru m.a.: Johan Harstad, Thomas Boberg, Lone Hørslev, Pablo Henrik Llambias, Kim Simonsen, Bergur Rønne Moberg, Jóanes Nielsen, Alexandur Kristiansen, Tor Ulven, Martin Mourtisen, Bjarni Mortensen, Sofia Steenström, Oscar Rossi, Agnar Jógvansson, Sissal Kampmann, Firouz Gaini, Vónbjört V. Linjonsdóttir, Olga Markelova, Arnbjørn Dalsgarð, Torfinnur Jákupsson, Pauli Guðjónsson, Ole Wich, Jónley á Løgmansbø, Diana Joensen, Ann Jäderlund, Bárður Eklund, Björn Leijon, Jóannes Lamhauge, Haldis Olsen og Tummas Jákup Thomsen og Kaj Larsen.

Skilti leitar áletrunar

Nú gefst ykkur færi á að hljóta aðdáun og komast til virðingar! Tregawöttin kynna stórskemmtilega samkeppni um að ljúka við þetta fallega ljóð, sem sagt: hvað á að standa á skiltinu? Hver veit nema að eitthvað fallegt komi út úr þessu, kannski gegnumbrot skáldsnillings á fermingaraldri eða síðasta púðurkelling úr hendi fyrrverandi byltingarskálds. Segjum að skila beri inn lausn á dæminu í tölvupósti fyrir þjóðhátíð sem verður, ef ekki verða heimsslit, laugardaginn 17 júní. Sigurvegari hlýtur sumarlanga frægð hið minnsta. Ó já, póstfangið er tiuthusundtregawott@gmail.com

12.6.06

Íslensk orðabók

Ljóðið Íslensk orðabók fann Eiríkur Örn Norðdahl. Ljóðið flytur háttvirtur 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, Mörður Árnason. Ljóðið er vistað í mp3-formi, og fannst á vef Eddu. Smellið hér til að hlusta (hægrismellið og veljið 'save target as' til að vista).

Hin hlið tungumálsins - Norræn ljóðaantólógía

Út er komið tímaritið The Other Side of Landscape: An Anthology of Contemporary Nordic Poetry, en þetta er safnrit um norræna ljóðlist sem gefið er út af Slope Editions í Bandaríkjunum. Ljóð eru í ritinu m.a. eftir íslensku skáldin Sigurbjörgu Þrastardóttur og Diddu. Frá Danmörku eru það Morten Söndergaard, Pia Juul, Nicolaj Stockholm og Lars Skinnebach, finnsku skáldin eru Jyrki Kiiskinen, Helena Sinervo, Anni Sumari og Markku Paasonen, frá Svíþjóð eru Håkan Sandell, Lars Mikael Raattamaa, Jörgen Lind og Pär Hansson og frá Noregi Tone Hödnebö, Morten Öen og Pedro Carmona-Alvarez. Ekki er að sjá að nokkur færeysk eða grænlensk skáld séu í ritinu. Frekar má fræðast um ritið í fréttatilkynningu frá Slope Editions. Þess má svo geta að þær stöllur Sigurbjörg og Didda er báðar útgefnar hjá sama forlaginu, JPV.

Vessapóesía

Um og eftir 1970, eða einhvern tímann, segi ég enda enginn sagnfræðingur og alls ekki viss, reis það sem síðar var skilgreint sem þriðja bylgja femínismans. Eins og aðrar menningarbylgjur skall þessi ekki á Ísland fyrr en 10 árum eftir að hennar varð vart annars staðar og splundraði þá Rauðsokkuhreyfingunni og upp úr brakinu reis Kvennalistinn. Rauðsokkurnar höfðu margar hverjar verið félagar í Alþýðubandalaginu eða ungliðahreyfingunni Fylkingunni og höfðu verið framarlega í baráttunni gegn heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og hernámsliðinu á Miðnesheiði. Konurnar sem stofnuðu Kvennalistann vildu stefnubreytingu kvenréttindabaráttunnar frá alþjóðapólitík að praktískari málum og kusu að einbeita sér í byrjun að bæjarstjórn og buðu fram lista bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á stormasömum stofnfundum Kvennalistans var tekist á um þessi mál og þegar stefnan var loks tekinn gekk Helga Kress út og hefur ekki sést síðan.

Meira hér...

11.6.06

söngur trjánna e. Henrik Garcia

vaknið svæflar!

nú grær hinni einu gjöf
um gærdags virki

eldvængir júnímánaðar
hefja sig yfir ægræn höfkomið allir kyndilberar!
korthafar nýs tímabils!

lífsluktir! lampar!
laufmyllur! ljósbjöllur!

ljómið!Meira hér...

10.6.06

Reyklosun kjallari


Ljóðið fann Davíð A. Stefánsson.

9.6.06

14. Endir. Ónei, hvað næst? e. Steinar Braga

Ég vil bæta við smá um Kristínu Helgu Gunnarsdóttir rithöfund ojoj!! Hún skrifar barnabækur. Ég heyrði eitt sinn viðtal við hana þar sem hún sagði að börn væru „rosalega kröfuharðir lesendur“ sem er kjaftæði, besta röksemdin gegn þessu er að þau lesa HANA og hafa GAMAN AF!!! Börn eru litlar, heimskar, og ófullkomnar manneskjur sem vita ekki sjitt. Seinna í sama viðtali sagði Kristín að hún fyndi til mjög mikillar ábyrgðar að skrifa fyrir börn og í einni sögunni sinni hefðu persónur ætlað að búa til sprengjur úr matarsóda en þá mundi hún skyndilega að þetta væri ekki hægt Í LJÓSI SÍÐUSTU ATBURÐA [...]

Meira hér...

8.6.06

The Rev. Hell Gets Confused e. Richard Hell

Pönktónlistarmaðurinn Richard Hell, sem gerði garðinn líklega frægastan með sveitinni the Voidoids (en titillag frægustu plötu Voidoids, The Blank Generation, er endurgerð lagsins Beat Generation eftir Rod McKuen), auk þess að leika með goðsögnunum í Television, gerði fleira en að lýrukassaapast um sína daga. Richard Hell orti nefnilega ljóð af fjölkynngi og makt, og gaf út fjöldann allan af bókum, enda var helsta pönk-ídol Hells enginn annar en Arthur Rimbaud (en þess má geta að, ef maður trúir Wikipediu, þá er almennt talið að Malcolm McClaren og Sex Pistols hafi stolið pönk-lúkkinu af Hell, sem á að hafa stolið því frá Rimbaud). Tregawöttin mæla, að minnsta kosti tíu þúsund, með upplestri Hells á ljóðinu The Rev. Hell Gets Confused sem má finna á UBU-vefnum. Smellið hér til að hlusta (hægrismellið og veljið 'save target as' til að vista). Þeim sem vilja fræðast meira um Hell er bent á www.richardhell.com.

Stórmál e. Guðnýju Svövu Strandberg

Aðalmálið er
að hafa eitthvað
til málanna að leggja

og það er mitt hjartans mál
að ekki verði mikið mál
að leysa vandamál
varðandi málefni
og stefnumál
flokksins

eða máls málanna
sem er bundið mál


Meira hér...

7.6.06

Rðía - markaðsljóðlistin

Tregawöttin vilja benda á heimasíðu tískufyrirtækisins FCUK, þar sem sýnd eru dæmi úr auglýsingaherferðum kompanísins, sem meðal annars er ætlað að verka á undirmeðvitundina með orðaleikjum. http://www.fcuk.com/fcukadvertising/ Hér getur að líta hina hreinu markaðsljóðlist.

Reykjavík Central. This is Reykjavík Central (sounds not heard in Iceland) e. Rod Summers

Hljóðljóðið "Reykjavík Central. This is Reykjavík Central (sounds not heard in Iceland)" er eftir breska hljóðljóðskáldið Rod Summers, sem var gestur á fjölljóðahátíðinni Orðið tónlist fyrir skemmstu, þar sem hann flutti þetta verk. Lítillega var spilað úr verkinu í Víðsjá undir lok síðasta mánaðar, og birta Tregawöttin nú alla þrjá kafla þess. Kortið hér að ofan er hluti af verkinu, en það má skoða nánar með því að smella á myndina. Ákveðinn hluti verksins er einungis lesinn upp 'live', og er ekki hluti af upptökunni. Áður hefur verk Rods, For Tom, verið birt á TíuÞ.tw, en umræddur Tom sem verkið er tileinkað ku vera Tom Winter, sá er fylgdi Rod hingað til lands og las meðal annars upp með honum. Þá ber að geta þess að á disk sem var gefinn út í tengslum við hátíðina Orðið tónlist má meðal annars finna frægasta verk Rods, Sad News, en diskurinn fæst í Smekkleysubúðinni, sem er utan um Nýhilbúðina.

1. hluti
2. hluti
3. hluti

6.6.06

2 ljóð e. Derek Beaulieu

Óþekkt ljóð eftir Hall Þór Halldórsson

Haukur Már Helgason tók þetta vídeó af upplestri Halls Þórs Halldórssonar á óþekktu ljóði. Lesturinn fór fram á Hressó þann 9. maí síðastliðinn, og var hluti af dagskrá hátíðarinnar List án landamæra. Hljóðið á myndbandinu er því miður ekki með skýrasta móti, en það ætti þó ekki að koma að sök þar sem ljóðið er túlkað jafn óðum af táknmálstúlki.

5.6.06

Poèt trouvé
Ljóðið fann Eirík Örn Norðdahl

10000 W e. Ísak Harðarson

Bera heil-
brigður á annan heim,
drauma, órökstudd orð,
útfélagsbláar þrár og
hverskyns

óflokkaða,
huglæga viðleitni en
beina röntgenaugunum
að n fínni, nákvæmari
greiningu

rammaðrar,
efnislegrar hegðunar,
með sérhæfðar túngur
og spjótsorfna hugsun
að vopnum

án afláts
og vita meira og meira,
meira í dag en í gær,
svo að ekkert er nýtt
undir sól

n
e
m
a

ég?

Ísak Harðarson

Ljóðið er að finna í bókinni Veggfóðraður óendanleiki frá 1986.

4.6.06

Orð af orði - Um Stóru orðabókina og skáldskaparfræðin

Tepra

ég á bara engin orð yfir svona dónaskap
nú á ég engin orð
þetta er yndislegra, dásamlegra en orð fá lýst

þögn

segja ekki orð,
segja ekki aukatekið orð
mæli ekki orð af vörum
mæli ekki orð af munni
tala ekki orð frá munni
get ekki dregið upp úr mér orð
get ekki togað upp úr mér orð

Meira hér...

3.6.06

Sigur læknavísindanna


Ljóðið fann Davíð A. Stefánsson.

Gegn túlkun

Athygli skal vakin á grein Ingunnar Snædal í Morgunblaðinu í dag, Samræmd vitleysa í íslensku. Hvenær á að hætta að bjóða upp á þá vanvirðu að biðja unglinga að túlka ljóð með krossaspurningum, spyr Ingunn. Tregawöttin taka undir og brugðu sér reyndar á vef Námsmatsstofnunnar og fundu dæmi af nýloknu samræmdu prófi 10. bekkjar. Þetta er annað erindi kvæðisins Vorljóð á ýli eftir Jakobínu Sigurðardóttur:Hvert er nú rétta svarið? Það er erfitt að horfa upp á slíka skemmdarstarfsemi á ungu fólki og ljóðlífi í landinu. Ekki er nóg með að hvergi sé metið frumkvæði, sjálfstæð og gagnrýnin hugsun, sköpunargleði og ímyndunarafl, hvergi reynt á rannsóknarvinnu, framsetningu hugmynda og rökstuðning. Það er ekki einu sinni hægt að hægt að búa til spurningar sem hægt er að svara segir Ingunn.

2.6.06

Tapað/fundið

Ljóðið fann Örn Úlfar Sævarsson.

Blossað aftur til 1985 - um Höfuðlausn Gyrðis Elíassonar

Rifjum upp ljóðabók Gyrðis Elíassonar: eins konar höfuðlausn. Eða: eins konar höfuð lausn. Þetta skiptir máli, eins og sést á kápunni. Og það skilst kannski ekki fyrr en að maður hefur flett bókinni að titillinn er líka mynd úr bókstöfunum, eins konar konkretljóð, höfuðið er laust frá skrokknum, þarna liggur hálshöggvinn maður.

Nú hef ég hugsanlega eyðilagt eitthvað fyrir þeim sem þetta lesa. Það er þráður í þessari bók, eða kannski tónband, myndræma, eitthvað sem snýst, flöktandi minningar og myndir í óeðlilega skörpum fókus.

Meira hér...


Nokkuð sönn saga e. Bob Hansson

.............................................. [SOUNDTRACK ONE]

Langar lappir, mjúk húð
hár.

Barn á bóndabæ leikur sér,
þokar sér nær.
Klettagórillan með krosslagða útlimi,
steinhissa, veit ekki,
veit ekki – útrýmingarógnuð

..................................... /óróleg ...

Barnavagnsrúnturinn, ástríðan
í fjórlita umbúðum, líttu
ekki burt, líttu beint inn í
myndavélina og –
lifðu! Útlimir ...

Meira hér...

1.6.06

Erlendir þátttakendur á alþjóðlegri ljóðahátíð Nýhils

Christian Bök er metsöluhöfundur framúrstefnuljóðabókarinnar Eunoia (Coach House Books, 2001), en fyrir hana vann hann ljóðaverðlaunin Griffin Prize for Poetic Excellence (2002). Fyrsta ljóðabók Christians, Crystallography (Coach House Press, 1994) var tilnefnd til Gerald Lampert Memorial Award verðlaunanna. Christian hefur samið ný tungumál fyrir tvo sjónvarpsþætti, Earth: Final Conflict frá Gene Roddenberry og Amazon frá Peter Benchley. Þá hefur hann hlotið mikið lof fyrir afburða flutning á hljóðljóðum. Konseptverk hans (meðal annars bækur byggðar úr töfrateningum og Legókubbum) hafa birst á Marianne Boesky galleríinu í New York sem hluti af sýningunni Poetry Plastique. Christian kennir við enskudeild University of Calgary.

Skrif Kenneths Goldsmith hafa verið kölluð með „ítarlegustu og fallegustu collage-verkum ljóðsögunnar“ í Publishers Weekly. Goldsmith er höfundur átta ljóðabóka, stofnandi og ritstjóri vefskjalasafnsins UbuWeb (http://ubu.com) og ritstjóri verksins „I’ll Be Your Mirror: The selected Andy Warhol Interviews“, sem er grunnurinn að óperunni „Trans-Warhol“ sem frumsýnd verður í Genf í mars, 2007. Kenneth er þáttastjórnandi í vikulegum útvarpsþætti á WFMU stöðinni í New York. Hann kennir skrif við The University of Pennsylvania, þar sem hann ritstýrir PennSound, sem er vefskjalasafn ljóða. Frekar er hægt að fræðast um Goldsmith á höfundarsíðu hans á Electronic Poetry Center frá University of Buffalo: http://epc.buffalo.edu/authors/goldsmith.

Leevi Lehto er finnskt ljóðskáld, þýðandi og forritari. Frá því að hann gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1967 hefur hann gefið út fimm ljóðabækur til, skáldsöguna Janajevin unet (Draumar Janajevs, 1991) og tilrauna-prósaverk, Päivä (Dagur, 2004). Hann er einnig þekktur fyrir tilraunir sínar við stafræn skrif og má meðal þeirra nefna ljóðavélina The Google Poem Generator. Leevi hefur þýtt um fjörutíu bækur og vinnur þessa stundina að því að þýða Ódysseif James Joyce. Hann kennir ljóðlist við Kriitininen korkeakoulu (Kritísku akademíuna) í Helsinki og er formaður skipulagsnefndar hinnar árlegu ljóðahátíðar The Helsinki Poetics Conference. Fyrsta ljóðabók Leevis á ensku, Lake Onega and Other Poems, verður gefin út í nóvember 2006. Frekari upplýsingar má finna á www.leevilehto.net.

Katie Degentesh býr í New York og er með M.A.-gráðu í skapandi skrifum frá University of California, Davis. Ljóð hennar og ritgerðir hafa birst í tímaritum á borð við Shiny, Fence, New American Writing og fjölmörgum öðrum. Fyrsta ljóðabók hennar, The Anger Scale, kom nýverið út hjá Combo Books. Titlar ljóðanna í bókinni eru spurningar úr MMPI (Minnesota Multiphasic Personality Inventory (fjölfasa persónuleikapróf)) og eru samin með aðstoð leitarvéla internetsins.

Gunnar Wærness er fæddur í Þrándheimi í Noregi og gaf út sína fyrstu bók, Kongesplint, árið 1999, og önnur bók hans, Takk, kom út árið 2002. Gunnar hefur einnig samið leikrit, kennt skapandi skrif, ritstýrt tímaritum, framið gjörninga, skipulagt námskeið og hátíðir og unnið við útvarp. Nýlega gaf hann út bókina „Hverandres“, sem inniheldur mikið af myndljóðlist. Gunnar er búsettur í Svíþjóð. Myndina af honum tók Per Larsson.

Anna Hallberg er ljóðskáld og bókmenntagagnrýnandi. Hún býr og vinnur í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fyrsta bók hennar, Friktion, kom út árið 2001. Önnur bók hennar, På era platser, sem kom út árið 2004, var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þriðja ljóðabók hennar, mil, kemur út árið 2008. Anna er meðlimur í ritstjórn sænska ljóðatímaritsins OEI.

Jörgen Gassilewski vinnur og býr í Stokkhólmi. Fyrsta bók hans, Du, kom út árið 1987 og hefur hann alls gefið út átta ljóðabækur. Sú síðasta, Skapelsens sedelärande samtal, kom út árið 2002. Fyrsta skáldsaga hans, Göteborgshändelserna, kom út í ár og hefur verið tilnefnd til sænsku bókmenntaverðlaunanna Augustpriset. Jörgen er meðlimur í ritstjórn sænska ljóðatímaritsins OEI. Hann vinnur einnig sem þýðandi, menningarblaðamaður og útvarpsmaður.

Jane Thompson nemur félagsfræði og ensku við University of Calgary. Hún er meðritstjóri að No Press, aðstoðarritstjóri á tímaritinu NoD magazine og hluti af samvinnuhópnum sem gefur út filling Station. Skáldskapur hennar hefur birst í safnritum og tímaritum um alla N-Ameríku. Hún vinnur þessa dagana að því að ritstýra alþjóðlegu safni af fundnum ljóðum.

derek beaulieu er höfundur tveggja ljóðabóka, with wax (Coach House, 2003) og fractal economies (talonbooks, 2006). Árið 2005 skrifaði hann bókina frogments from the frag pool með Gary Barwin, og var meðritstjóri að Shift & Switch: New Canadian Poetry, en báðar voru þessar bækur gefnar út af Mercury Press. Myndlist hans, sem höndlar með texta og lestur, hefur verið sýnd á sam- og einkasýningum víða í N-Ameríku. Hann hefur tekið þátt í útgáfum tímaritanna dANDelion, endNote og filling Station, auk þess sem hann var útgáfustjóri housepress, sem var smáútgáfa sem gaf út róttæka tilraunaljóðlist og prósaverk frá 1997-2004. Árið 2007 kemur konsept-skáldsaga Dereks, Flatland, út hjá útgáfu Simons Morris, information as material press.

Matti Pentikäinen er einn þriðji framúrstefnu raf hipp-hopp sveitarinnar Ceebrolistics. Fyrsta ljóðabók hans, aavaaavaa, kom út í júní árið 2005, ásamt hljóðrásardisk þar sem Matti vann meðal annars með Vladislav Delay, Samuli Kosminen (trommuleikara múm), Rrimöykk o.fl. Hann hefur meðal annars flutt „audiovisual“ gjörninga í samtímalistasafninu Kiasma í Helsinki. Árið 2006 var þýðing Mattis á ljóði Saul Williams, ,said the shotgun to the head, gefin út af Like-kustannus og hlaut hann mikið lof fyrir hana.
Refresh Page